Stjórnvöld í Rússlandi íhuga nú að setja verðgólf á olíuútflutning sem andsvar við aðgerðum Evrópusambandsins og G-7 ríkjanna sem tilkynntu að þau myndu ekki greiða meira en 60 dollara fyrir tunnu af rússneskri hráolíu.

Markmiðið ESB og G-7 er að reyna að takmarka hagnað Rússa af hækkun olíuverðs og þar með getu landsins til að fjármagna stríðið í Úkraínu.

Rússar eru nú sagðir vera að íhuga að setja verðgólf þannig að takmörk verði fyrir því hve mikinn afslátt Rússar gefi frá heimsmarkaðsverði með olíu.