Rússneska ríkisstjórnin hefur þjóðnýtt rússnesku dótturfyrirtækin sem sjá um að framleiða vörur í landinu fyrir Carlsberg og einnig fyrir franska jógúrtframleiðandann Danone.
Fyrirtækin hafa verið þjóðnýtt „tímabundið“ í samræmi við skipun Vladímírs Pútín sem heimilar yfirvöldum um að leggja hald á eignir fyrirtækja sem koma frá „óvingjarnlegum“ löndum. Hlutabréf Danone í Rússlandi og Baltika brugghúsanna, sem eru í eigu Carlsberg, fara nú til rússnesku fasteignasölunnar Rosimushchestvo.
Bæði Danone og Carlsberg hafa reynt að selja starfsemi sína í Rússlandi, en þau eru meðal margra annarra vestrænna fyrirtækja sem hafa verið að slíta tengsl sín við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu.
Carlsberg segist ekki hafa fengið opinberar upplýsingar frá rússneskum yfirvöldum varðandi forsetatilskipunina. Danska fyrirtækið hefur verið í viðamiklu ferli að því að selja starfsemi sína í Rússlandi en fyrirtækið hefur ekki enn gengið frá samningnum.
Rúmlega 8.400 starfsmenn starfa í þeim átta verksmiðjum í Rússlandi undir leiðsögn Carlsberg. Danone er einnig stærsta mjólkurfyrirtæki í Rússlandi en þar starfa í kringum 8.000 verkamenn.