Meta, eigandi Facebook, hefur ákveðið að banna nokkra ríkisrekna rússneska fjölmiðla á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið segir að þeir notist við blekkingaraðferðir til að ýta undir áróður og komast undan eftirliti.

Fréttamiðillinn BBC greinir frá þessu en rússneska sendiráðið í Washington hefur ekki enn viljað tjá sig um málið en búist er við því að bannið taki gildi á næstu dögum.

Meta, eigandi Facebook, hefur ákveðið að banna nokkra ríkisrekna rússneska fjölmiðla á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið segir að þeir notist við blekkingaraðferðir til að ýta undir áróður og komast undan eftirliti.

Fréttamiðillinn BBC greinir frá þessu en rússneska sendiráðið í Washington hefur ekki enn viljað tjá sig um málið en búist er við því að bannið taki gildi á næstu dögum.

„Eftir vandlega skoðun höfum við ákveðið að víkka út framfylgd okkar gegn rússneskum ríkisfjölmiðlum. Rossiya Segodnya, RT og aðrir tengdir aðilar eru nú í banni frá smáforritum okkar á heimsvísu vegna truflana,“ segir í tilkynningu frá Meta.

Rússneskir ríkismiðlar hafa sætt aukinni gagnrýni vegna fullyrðinga um að þeir hafi reynt að hafa áhrif á stjórnmál í vestrænum löndum.

Þessi aðgerð markar tímamót gagnvart rússneskum ríkismiðlum en Meta er stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi. Fyrir um tveimur árum greip Meta til takmarkaðra ráðstafana til að takmarka útbreiðslu rússneskra ríkismiðla eftir að stríðið í Úkraínu hófst.