Sam­kvæmt fundar­gerð stjórnar Ríkis­út­varpsins ohf. var af­koma ríki­smiðilsins betri á fyrstu fjórum mánuðum ársins en gert var ráð fyrir en RÚV tapaði 190 milljónum á tíma­bilinu janúar til apríl.

Í lok febrúar var unnið mat á ráð­stöfunum til að bæta rekstrar­af­komu og sjóð­stöðu RÚV á yfir­standandi ári en í fundar­gerð segir að á þeim tíma var talið að um­fang ráð­stafana gagn­vart rekstrar­af­komunni þyrfti að vera í kringum 280- 290 milljónir króna.

For­sendur rekstrar­á­ætlunarinnar voru í kjöl­farið endur­metnar og gripið var til ráð­stafana til að bæta af­komuna. Sam­kvæmt fjár­mála­stjóra fé­lagsins var farið í endur­mat á ýmsum tekju- og út­gjalds­for­sendum og dregið úr endur­ráðningum þar sem hægt var, s.s. þegar starfs­menn höfðu látið af störfum.

Sam­kvæmt fundar­gerð stjórnar Ríkis­út­varpsins ohf. var af­koma ríki­smiðilsins betri á fyrstu fjórum mánuðum ársins en gert var ráð fyrir en RÚV tapaði 190 milljónum á tíma­bilinu janúar til apríl.

Í lok febrúar var unnið mat á ráð­stöfunum til að bæta rekstrar­af­komu og sjóð­stöðu RÚV á yfir­standandi ári en í fundar­gerð segir að á þeim tíma var talið að um­fang ráð­stafana gagn­vart rekstrar­af­komunni þyrfti að vera í kringum 280- 290 milljónir króna.

For­sendur rekstrar­á­ætlunarinnar voru í kjöl­farið endur­metnar og gripið var til ráð­stafana til að bæta af­komuna. Sam­kvæmt fjár­mála­stjóra fé­lagsins var farið í endur­mat á ýmsum tekju- og út­gjalds­for­sendum og dregið úr endur­ráðningum þar sem hægt var, s.s. þegar starfs­menn höfðu látið af störfum.

Hætta út­sendingum til sjó­far­enda

Í minnis­punktum Stefáns Ei­ríks­sonar út­varps­stjóra segir að vænta megi breytinga á fyrir­komu­lagi hljóð­varps- og sjón­varps­út­sendinga á árinu.

Út­sendingum RÚV hefur undan­farin ár verið dreift um gervi­hnött til sjó­far­enda að frum­kvæði stjórn­valda og á grunni sér­stakrar fjár­mögnunar og segir Stefán að þar sem slík dreifing er ekki skil­greint verk­efni RÚV í lögum og fjár­veiting fellur niður verður því nú hætt.

Stefán segir að ekki hafi verið unnt að segja upp þessum hluta dreifingar­samningsins fyrr en nú en fjár­veiting féll niður í hag­ræðingar­að­gerðum fyrir nokkrum árum.

Sér­stök skýrsla var unnin þar sem kannað var hjá öllum helstu út­gerðar­aðilum hver staðan væri og aðrir dreifi­mögu­leikar kort­lagðir, þar á meðal í gegnum IPTV-kerfi, Inter­netið, far­síma­kerfi eða UHF. Í ljósi þeirrar vinnu mun RÚV hætta dreifingu síðar í sumar.