Flugfélagið Ryanair hefur ákveðið að stækka lágmarksstærð handfarangurstaska sem farþegar mega hafa með sér um borð um 20%. Á vef BBC segir að ákvörðunin sé vegna nýrra regla innan Evrópusambandsins.

Farþegar munu fá að ferðast með 10 kg handfarangurstösku sem er ekki stærri en 40 cm x 30 cm x 20 cm án þess að greiða aukagjald fyrir það.

Ryanair segir að nýju reglurnar taki gildi á komandi vikum á meðan verið er að uppfæra mælitæki flugfélagsins á flugvöllum. Nýja stærðin er aðeins meiri en reglur ESB kveða á um en þó minni en samkeppnisaðili Ryanair, Easyjet, býður upp á.

Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið unnið með flugfélögum að því að koma sér saman um lágmarksstærð gjaldfrjálsra taska til að fullvissa farþega um að taskan verði samþykkt af flestöllum flugfélögum.