Flugfargjöld írska flugfélagsins Ryanair í sumar verða merkjanlega lægri heldur en á sama tíma í fyrra að sögn forstjórans Michael O‘Leary. Hlutabréf Ryanair hafa lækkað um hátt í 15% í fyrstu viðskiptum í dag.

Á uppgjörsfundi í morgun sagði O'Leary að einkaneysla væri veikari en búist var við og að aðstæður flugfélaga hvað verðlagningu varðar færi versnandi. Ryanair hafði áður gefið það út að félagið ætti von á að flugfargjöld myndu annað hvort standa í stað eða hækka lítillega.

Flugfargjöld írska flugfélagsins Ryanair í sumar verða merkjanlega lægri heldur en á sama tíma í fyrra að sögn forstjórans Michael O‘Leary. Hlutabréf Ryanair hafa lækkað um hátt í 15% í fyrstu viðskiptum í dag.

Á uppgjörsfundi í morgun sagði O'Leary að einkaneysla væri veikari en búist var við og að aðstæður flugfélaga hvað verðlagningu varðar færi versnandi. Ryanair hafði áður gefið það út að félagið ætti von á að flugfargjöld myndu annað hvort standa í stað eða hækka lítillega.

Greiningaraðilar vara nú við að Ryanair gæti lækkað fargjöld enn frekar með tilheyrandi þrýstingi á fargjöld annarra flugfélaga, að því er segir í frétt Financial Times.

Hagnaður Ryanair á fyrsta fjórðungi fjárhagsárs félagsins, sem lauk 30. júní, nam 360 milljónum evra sem samsvarar 46% lækkun frá sama tímabili í fyrra. Uppgjörið var heldur verra en greinendur áttu von á.

Meðalverð á fjórðungnum féll um 15% milli ára og var 49 evrur á hvern farþega.