Sádi-Arabía og Rúss­land hafa aukið olíu­tekjur sínar til muna á síðustu mánuðum eftir að olíu­ríkin tvö á­samt nokkrum öðrum OPEC+ ríkjunum á­kváðu að draga veru­lega úr olíu­fram­leiðslu.

Heims­markaðs­verðið á Brent hrá­olíu hefur hækkað um 23% síðast­liðna sex mánuði og hefur tunnan af Brent hrá­olíu farið úr 71 dölum í rúma 94 dali frá því í maí.

Hefur þetta skilað löndunum tug­milljarða dala meiri hagnað síðast­liðna mánuði fyrir mun minna magn af olíu.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal fólst mikil fjár­hags­leg á­hætta í því að draga úr fram­leiðslunni en svo virðist sem á­kvörðunin hafi borgað sig. Hækkun á heims­markaðs­verði á olíu hefur meiri en bætt upp fyrir minni fram­leiðslu.

Sádi-Arabía og Rúss­land hafa aukið olíu­tekjur sínar til muna á síðustu mánuðum eftir að olíu­ríkin tvö á­samt nokkrum öðrum OPEC+ ríkjunum á­kváðu að draga veru­lega úr olíu­fram­leiðslu.

Heims­markaðs­verðið á Brent hrá­olíu hefur hækkað um 23% síðast­liðna sex mánuði og hefur tunnan af Brent hrá­olíu farið úr 71 dölum í rúma 94 dali frá því í maí.

Hefur þetta skilað löndunum tug­milljarða dala meiri hagnað síðast­liðna mánuði fyrir mun minna magn af olíu.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal fólst mikil fjár­hags­leg á­hætta í því að draga úr fram­leiðslunni en svo virðist sem á­kvörðunin hafi borgað sig. Hækkun á heims­markaðs­verði á olíu hefur meiri en bætt upp fyrir minni fram­leiðslu.

Tekjurnar jukust um fjóra milljarða á dag

Sam­kvæmt WSJ er Sádi-Arabía að nýta auknu olíu­tekjur sínar í að fjár­magna fjár­festinga­verk­efni Mohammed Bin Sal­man, krón­prins Sádi-Arabíu, utan land­steinanna. Þá hefur olíu­verðs­hækkunin hjálpað Vla­dimir Pútin að við­halda inn­rásar­stríði sínu í Úkraínu.

Olíu­tekjur Sádi-Arabíu jukust um 30 milljón dollara á dag á öðrum árs­fjórungi í saman­burði við apríl til júní, sem sam­svarar um 5,7% aukningu. Um er að ræða yfir 4 milljarða ís­lenskra króna tekju­aukningu á hverjum degi á öllum fjórðungnum.

Sam­kvæmt gögnum WSJ hafa tekjur Rússa aukist um 2,8 milljarða dollara á sam­bæri­legu tíma­bili sem sam­svarar ríf­lega 385 milljörðum króna.

Hækkunin hefur áhrif hér heima

Eykur þetta líkurnar á því að olíu­ríkin tvö muni halda á­fram að draga úr fram­leiðslunni en skerðingin er byrjuð að hafa nei­kvæð á­hrif á Vestur­lönd.

Neyt­endur, þar á meðal á Ís­landi, munu lík­legast finna fyrir hækkunum á bensín­verði bráð­lega en ís­lenska krónan setti skjald­borg yfir ís­lenska öku­menn í sumar er hún styrktist veru­lega gagn­vart Banda­ríkja­dal en krónan hefur verið að veikjast gagn­vart dal síðustu vikur.

Hækkunin hefur síðan nei­kvæð á­hrif á verð­bólgu­mælingar en hærra olíu­verð hefur á­hrif á flug­far­gjöld og á endanum allt inn­flutnings­verð­lag.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku allar líkur á því að olíuverð hefur áhrif á verðbólguna hér heima í haust.

„Hversu þungt það vegur gegn öðrum þáttum sem halda á­fram að vega til lækkunar það á eftir að koma í ljós,“ sagði Jón Bjarki en þar skiptir mestu máli hvort hækkunin á olíu­verð haldi á­fram eða hvort verðið finnur stöðug­leika.