Októbermánuður var tíðindamikill hjá flugfélaginu Play. Um miðjan október greindi Play frá því að rekstrarafkoma félagsins yrði sennilega verri en á síðasta ári. Samhliða tilkynnti félagið um grundvallarbreytingu á viðskiptalíkani sínu, sem felur í sér að félagið sé að draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu og efla í stað flug til sólaráfangastaði.
Í kjölfar þessarar tilkynningar lækkaði gengi hlutabréfa Play skarpt eða um 45,8%, úr 1,92 krónum í 1,04 krónur, á tveimur viðskiptadögum. Þann 18. október, tveimur dögum eftir ofangreinda tilkynningu fóru fram viðskipti með 3,8% hlut í Play á genginu 1,00.
Við birtingu uppgjörs þann 24. október upplýsti flugfélagið að til skoðunar væri að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.
Safnreikningur hjá Kviku, Birta og Skúli stækka við sig
Listi yfir tuttugu stærstu hluthafa Play, sem er uppfærður mánaðarlega, var birtur í dag og má nálgast neðst í fréttinni. Helsta breytingin milli mánaða er að safnreikningur hjá Kviku er í ellefta sæti á lista yfir stærstu einstaka hluthafa Play í lok október en hann var ekki meðal 20 stærstu hluthafa félagsins í lok september.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði