Lögmenn stjórnenda og skiptastjórar þrotabús WOW air höfðu komið sér saman um að málflutningur föstudagsins, í tengslum við greiðslur WOW air til Eurocontrol skömmu fyrir þrot, yrði leiðarvísir fyrir sambærileg mál næstu vikurnar en reikna má með að aðalmeðferð verði lokið í byrjun nóvember. Eurocontrol er milliríkjastofnun sem styður við flug og flugleiðsögu í Evrópu.

WOW air greiddi 540 þúsund evru reikning sem var kominn yfir gjalddaga í marsmánuði 2019. Þrotabúið heldur því fram að milliríkjastofnunin hafi verið grandvís um stöðu WOW air, þrýst á greiðsluna og að stjórnendur félagsins væru skaðabótaskyldir með því að hafa þrýst á að hún yrði innt af hendi.

Lögmaður Eurocontrol, lögmaður Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra WOW air, sem og lögmaður annarra stjórnenda, höfnuðu þessum málatilbúnaði alfarið fyrir dómi á föstudaginn. Þórir Júlíusson, lögmaður Eurocontrol, krafðist frávísunar fyrir hönd Eurocontrol í þriðja sinn en tveir úrskurðir hafa þegar tekið á frávísunarkröfum Eurocontrol.

Þrátt fyrir að frávísunarkröfunni hafi verið hafnað í tvígang sagði Þórir að eftir vitnaleiðslur vikunnar og málflutning stefnenda (þrotabú WOW air) væri tilefni til að endurskoða fyrri ákvörðun um frávísun eftir aðalmeðferð, líkt og heimilt er í lögum um meðferð einkamála.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði