First Citizens bankinn hefur höfðað mál á hendur samkeppnisaðilanum HSBC fyrir að hafa með kerfisbundnum og ólögmætum hætti laðað til sín lykilstarfsfólk úr röðum Silicon Valley Bank.

First Citizens bankinn hefur höfðað mál á hendur samkeppnisaðilanum HSBC fyrir að hafa með kerfisbundnum og ólögmætum hætti laðað til sín lykilstarfsfólk úr röðum Silicon Valley Bank.

First Citizens tók yfir Silicon Valley Bank við fall þess síðarnefnda í marsmánuði. Í stefnu kemur fram að um klukkan níu á páskadag hafi hópur starfsfólks sem gegndi lykilstöðum innan Silicon Valley Bank á svipuðum tíma sent uppsagnarbréf sitt í tölvupósti til nýrra yfirmanna sinna hjá First Citizens.

Telur First Citizens þetta vera lið í ráðabruggi HSBC og fyrrum toppa hjá Silicon Valley Bank að stela mjög arðbærri einingu út úr rekstri Silicon Valley Bank sem First Citizens hafði tryggt sér við yfirtökuna á fallna bankanum.