Fast­eigna­kaup Jeff Bezos, stofnanda Amazon, gætu endað fyrir dóm­stólum eftir að ó­sáttur seljandi hefur á­kveðið að stefna fast­eigna­salanum í við­skiptunum.

Bezos keypti í fyrra fast­eign á 1,1 hektara lóð við sjávar­síðuna á eyjunni Indian Cre­ek í Miami-borg á 68 milljónir Banda­ríkja­dali.

Nokkrum mánuðum síðar keypti hann 19 þúsund fer­metra fast­eign við hlið hússins á 79 milljónir dala en hann bætti þriðju eigninni við á eyjunni fyrir 90 milljónir dala.

Seljandi fast­eignarinnar sem Bezos keypti í fyrra hefur á­kveðið að stefna fast­eigna­sölunni Dou­glas Elli­man, sem sá um að gæta hags­muna bæði seljanda og kaupanda í við­skiptunum.

Fast­eigna­kaup Jeff Bezos, stofnanda Amazon, gætu endað fyrir dóm­stólum eftir að ó­sáttur seljandi hefur á­kveðið að stefna fast­eigna­salanum í við­skiptunum.

Bezos keypti í fyrra fast­eign á 1,1 hektara lóð við sjávar­síðuna á eyjunni Indian Cre­ek í Miami-borg á 68 milljónir Banda­ríkja­dali.

Nokkrum mánuðum síðar keypti hann 19 þúsund fer­metra fast­eign við hlið hússins á 79 milljónir dala en hann bætti þriðju eigninni við á eyjunni fyrir 90 milljónir dala.

Seljandi fast­eignarinnar sem Bezos keypti í fyrra hefur á­kveðið að stefna fast­eigna­sölunni Dou­glas Elli­man, sem sá um að gæta hags­muna bæði seljanda og kaupanda í við­skiptunum.

Sam­kvæmt stefnunni segir seljandinn að fast­eigna­salinn hafi beitt blekkingum til að komast hjá því að segja að Bezos væri kaupandinn og hann hafi tapað 6 milljónum dala í við­skiptunum.

Seljandinn, Leo Kryss, með­stofnandi leik­fanga- og raf­tækja­fyrir­tækisins Tectoy, keypti eignina árið 2014 á 28 milljónir dala.

Verð­mat eignarinnar var 85 milljónir dala í maí í fyrra, skömmu áður kaupin fóru í gegn.

Sem fyrr segir keypti Bezos nær­liggjandi eign á 68 milljónir dala skömmu áður og sann­færði fast­eigna­salinn Kryss um að 79 milljónir dala væri því á­gætis verð fyrir eignina.

Að sögn Kryss hringdi Jay Parker, for­stjóri Dou­glas Elli­man í Flórída, í sig per­sónu­lega og sagði honum að Bezos væri ekki kaupandinn að eigninni.

Hann komst síðan að því í fjöl­miðlum að Bezos hafi verið kaupandinn að báðum eignum og vill meina að fast­eigna­salinn sem átti að gæta hags­muna hans í við­skiptunum hafi þannig skafað um 6 milljónir dala af virði eignarinnar, Bezos í hag.

Kryss full­yrðir að hann hefði aldrei veitt 7,1% af­slátt af virði eignarinnar hefði hann vitað að einn ríkasti maður heims væri að sækjast eftir henni.