Eyþór Krist­leifs­son, for­stjóri Skræðu heil­brigðis­lausna, hug­búnaðar­fyrir­tækis á sviði heil­brigðistækni, segir Ölmu Möller land­lækni og heil­brigðis­ráðherra­efni Sam­fylkingarinnar hafa sýnt sitt rétta and­lit í viðtali í Reykja­vík síð­degis í vikunni.

„Í viðtali í Reykja­vík síð­degis lýsti Alma Möller land­læknir, fram­bjóðandi Sam­fylkingarinnar, for­sendum með­ferðar opin­bers fjár­magns á vegum em­bættisins. Þar ríktu al­ræðis­til­burðir opin­berrar for­sjár­hyggju eins og glögg­lega kom fram í fram­setningu hennar. Þegar með­ferð em­bættisins á skatt­peningum undan­genginna ára er skoðuð er ljóst að til­gangurinn helgar meðalið. Hér af­hjúpast hið sanna and­lit Ölmu og Sam­fylkingarinnar,“ skrifar Eyþór í að­sendri grein á Vísi.

Hann segir Ölmu sýna „al­gjört skilnings­leysi á for­sendum nýsköpunar” en grund­vallar­for­senda nýsköpunar er til­vist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í sam­keppni við aðra með sem fæstum að­gangs­hindrunum.

„Á þessum for­sendum hafa vestræn hag­kerfi byggt í 200 ár sem og vel­ferð ein­stak­linganna sem í þeim búa. Það er ekki til­viljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur eða nýtum vef­miðla eða streymisþjónustur frá Norður-Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finn­land og Suður-Kóreu,” skrifar Eyþór.

Eyþór segir for­sendur nýsköpunar vera að réttur jarðvegur sé til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hag­kerfum frjálsra markaða þar sem sam­keppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hug­myndum á fram­færi og láta reyna á ágæti þeirra.

„Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjár­mununum, heldur hefur teymi land­læknis stundað ríkis­rekna hug­búnaðarþróun og miðstýringu á inn­leiðingum lausna fyrir ís­lenskt heil­brigðis­kerfi árum saman, ekki bara hið opin­bera, heldur einnig á einka­markaði. Þannig er Ölmu fyrir­munað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtil­komnum út­boðum em­bættisins kunni að starfa og hafa hags­muni á öðrum mörkuðum en hinum opin­bera,“ skrifar Eyþór.

Hann segir Ölmu telja það ekkert óeðli­legt að hið fjár­magnaða sjúkra­skrár­kerfi hins opin­bera sé boðið til sölu á einka­markaði í sam­keppni við lausnir nýsköpunar.

„Það er því ekki að undra að það veki óhug undir­ritaðs ef Alma taki við heil­brigðis­ráðu­neytinu þar sem miðstýringar­stefnan og al­ræðis­hyggja í heil­brigðis­málum á upp­runa sinn hjá sjál­frétt­lættum em­bættis­mönnum og af­vega­leiddum ráðherrum,“ skrifar Eyþór.

„Líkt og flokks­félagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hug­búnaðar­lausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildar­vin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrir­liggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að út­boð séu hafin á vegum em­bættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hags­muna­aðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úr­skurði Kæru­nefndar út­boðsmála að em­bættið var neytt til að endur­skoða af­stöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og mála­ferli hags­muna­aðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raun­veru­legar hugar­fars­breytingar skv. orðræðu Ölmu,“ skrifar Eyþór.

Hann segir að Alma hafi alveg gleymt því að nefna að út­boð fjar­funda­lausnar var kært til Kæru­nefndar út­boðsmála þar sem út­boðið var sniðið að lausn sem em­bættið hafi búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í ís­lensku heil­brigðis­kerfi.

„Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildandi samningar að Heklu ­kerfið sé í eigu Origo/Helix. Sam­fylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undir­ritaðs er boðs­ Ölmu þegar útrunnið.“