Ingólfur Níels flutti fyrst til Ítalíu árið 1994 og ári seinna var hann kominn til Rómar. Á þeim tíma gekk hann í ítölsku leiklistarakademíuna og árið 1999 kynntist hann eiginkonu sinni, henni Hildi Hinriksdóttur, sem var einnig í námi á Ítalíu.

Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Norræna listamannasetursins í Róm og rekur ferðaþjónustuna Rómarröltið sem býður upp á gönguferðir um borgina fornu á íslensku.

Ingólfur Níels flutti fyrst til Ítalíu árið 1994 og ári seinna var hann kominn til Rómar. Á þeim tíma gekk hann í ítölsku leiklistarakademíuna og árið 1999 kynntist hann eiginkonu sinni, henni Hildi Hinriksdóttur, sem var einnig í námi á Ítalíu.

Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Norræna listamannasetursins í Róm og rekur ferðaþjónustuna Rómarröltið sem býður upp á gönguferðir um borgina fornu á íslensku.

Hann býður nú menningarþyrstum Íslendingum upp á ferðir um miðbæ Rómar, Vatíkanið, Colosseum-leikvanginn ásamt fjölda annarra staða. Margir ferðalangar hafa sagt að þeim finnist þeir upplifa hina fornu Róm á eigin skinni undir hans leiðsögn.

Ingólfur er hæstánægður í ítölsku sólinni en segist þó sakna þess sem hann kallar alvöru íslenskt veður, það er að segja rigningu og rok. „Það að standa úti og reyna að fylla á bílinn meðan maður þarf að halda sér í til að detta ekki. Þetta er umhverfið sem ég man eftir.“

Nánar er fjallað um Ingólf í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.