Búist er við að neytendur muni koma til með að halda áfram að eyða í munaðarvörur þrátt fyrir hugsanlegan samdrátt á heimsvísu.
Í fyrra jókst sala á munaðarvörum um 15%, á föstu gengi á milli áranna 2021 og 2022, þrátt fyrir sífellt versandi efnahagshorfur. Stærstu munaðarvörufyrirtækin högnuðust á bilinu 14 til 19% á þriðja ársfjórðungi.
Þá er talið að markaðurinn fyrir munaðarvörur sé líklegri til að geta staðið af sér efnahagsleg áföll í dag en árið 2008. Það er vegna þess að í dag er salan í meira mæli miðuð að auðugara fólki sem hefur ráðstöfunartekjur sem er ólíklega að verði fyrir áhrifum af efnahagslegum samdrætti.