Breska bakarískeðjan Greggs greindi í dag frá því að sala fyrirtækisins hefði aukist um 7,4% á fyrstu 20 vikum ársins og numið 784 milljónum punda. Á vef WSJ segir að sala í verslunum á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um 2,9% miðað við sama tíma í fyrra.

Greggs opnaði á tímabilinu 66 nýjar verslanir en lokaði 46 verslunum. Heildarfjöldi verslana frá og með 17. maí er nú 2.638.

Fyrirtækið hefur undanfarið byrjað að bjóða upp á nýjar vörur eins og krapdrykki og hefur eftirspurnin eftir pizzusneiðum haldið áfram að vaxa. Greggs segir horfur á næstunni vera góðar þrátt fyrir krefjandi markaðsumhverfi.

Greggs er vel þekkt vörumerki meðal Breta en fyrsta verslunin opnaði árið 1951. Keðjan fór að stækka á næstu áratugum og árið 1984 nam markaðsvirði fyrirtækisins 15 milljónum punda.