Grillmarkaðurinn, sem er í eigu Hrefnu Rósar Sætran, Ágústs Reynissonar og Guðlaugs Pakpum Frímannssonar, hagnaðist um 22 milljónir króna í fyrra, samanborið við 18 milljóna hagnað árið áður.

Sala jókst um 300 milljónir milli ára og nam 831 milljón árið 2022. Laun og launatengd gjöld jukust um 38,6% og námu 339 milljónum.

Í ársreikningi segir að stjórnin hafi miklar áhyggjur af komandi kjarasamningum en ekki sé rými fyrir frekari launahækkanir í veitingageiranum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.