Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur sala kínverskra bíla stóraukist í Rússlandi, ástæðan er sú að innflutningur nýrra bíla frá öðrum löndum hefur svo gott sem stöðvast.
Markaðshlutdeild kínverskra bíla í Rússlandi var tæp 60% á síðasta ári. Þetta er gríðarleg breyting því í byrjun árs 2022 var markaðshlutdeildin í kringum 10%. Á myndinni má sjá kínverska rafbíla af Exeed-gerð en þeir eru framleiddir ef kínverska bílaframleiðandanum Chery Automobile Co. Ltd, sem stofnað var árið 1997 og er með höfuðstöðvar í borginni Wuhu í Kína.
Chery er í eigu kínverska ríkisins. Þess má geta að dótturfyrirtækið Chery Jaguar Land Rover, er í 50% eigu Chery og 50% eigu Jaguar Land Rover. Dótturfyrirtækið framleiðir Ranger Rover, Land Rover Discovery Sport og Jaguar XFL, XEL og E-Pace fyrir Kínamarkað.