Hagnaður Saltverks ehf. nam tæpum 20 milljónum íslenskra króna í fyrra.
Hluthafar félagsins eru þrír – Dos ehf., VIBS ehf. og Þarabakki ehf. með þriðjungshlut hvert.
Rekstrartekjur námu 240 milljónum og jukust um 26% á milli ára. Í lok árs námu skuldir félagsins 91 milljón króna og eignir þess 163 milljónum.
Þá nam eigið fé félagsins 72 milljónum í lok síðasta árs.