Hagfræðingar hafa gefið upp alla von um að Þýskaland muni ná hagvexti á árinu 2024, samkvæmt könnun markaðs- og greiningaraðila hjá Bloomberg.

Samkvæmt þeim mun landsframleiðsla í Þýskalandi líklega dragast saman um 0,1% milli ára, eftir að hafa dregist saman um 0,3% árið á undan. Því bendir allt til þess að Þýskaland sé að horfa fram á annað samdráttarárið í röð.

Spáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði aðeins 0,7% árið 2025 og 1,3% árið 2026. Joachim Nagel, seðlabankastjóri Bundesbankans í Þýskalandi, lýsti yfir áhyggjum sínum fyrr í vikunni að viðskiptatollar Trumps gætu kostað Þýskaland um 1% af landsframleiðslu. Þó eru ekki allir greinendur á sama máli um áhrif tollastefnu Trumps á þýska efnahagslífið.