Hagnaður Epal nam 25 milljónum króna árið 2023, samanborið við 57 milljóna hagnað árið áður. Rekstrartekjur námu rúmum 2,3 milljörðum en um var að ræða samdrátt um rúm 2% frá fyrra ári.
Að meðaltali störfuðu 70 starfsmenn hjá fyrirtækinu á árinu og námu launagreiðslur 400 milljónum.
Lagt er til að enginn arður verði greiddur vegna rekstrarársins en árið áður nam arðgreiðsla 15 milljónum. Eyjólfur Pálsson er stofnandi og meirihlutaeigandi Epal.
Epal hf.
2022 |
---|
2.391 |
1.549 |
621 |
57 |