Sölutekjur McDonald‘s á öðrum ársfjórðungi drógust saman um 1% á samanburðarhæfum grunni (e. comparable sales). Salan dróst saman bæði í Bandaríkjunum og á heimsvísu.

Þetta er í fyrsta sinn frá fjórða ársfjórðungi 2020, þegar áhrifa Covid-faraldursins gætti, sem sala McDonald‘s á heimsvísu dregst saman milli ára. Forstjóri McDonald‘s, Chris Kempczinski, sagði neytendur vera orðna vandlátari.

Tekjur hamborgarastaðakeðjunnar námu 6,49 milljörðum dala á fjórðungnum og stóðu nánast í stað frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins dróst hins vegar saman um 12% og nam 2,02 milljörðum dala og var undir væntingum greiningaraðila.

McDonald‘s er eð yfir 40 þúsund staði í yfir hundrað löndum. Um 41% af 25,5 milljarða dala tekjum skyndibitakeðjunnar í fyrra má rekja til Bandaríkjanna.