Hluta­bréfa­verð raf­bíla­fram­leiðandans Tesla lækkaði um rúm 6% í við­skiptum gær­dagsins eftir að félagið birti árs­upp­gjör sýndi fram á sam­drátt í af­hentum raf­bílum í fyrsta sinn í ára­raðir.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er meira en ára­tugur frá því að Tesla sýndi fram á sam­drátt á milli ára en félagið eyddi fúlgum fjár í markaðs­her­ferðir á fjórða árs­fjórðungi sem greini­lega skiluðu ekki árangri.

Tesla er enn verðmætasti bíla­fram­leiðandi heims miðað við markaðsvirði en upp­gjörið sýndi fram á að sölu­tekjur félagsins drógust saman um 2% á milli ára.

Þrátt fyrir að Tesla hafi aldrei selt jafn marga raf­bíla og á þriðja árs­fjórðungi náði félagið ekki að mæta þeim mark­miðum sem greiningaraðilar vonuðust eftir um 515 þúsund bif­reiðar seldar vestan­hafs.

Heilt yfir seldi Tesla um 1,79 milljónir raf­bíla á árinu sem er um 1% minna en árið áður.

Kín­verski raf­bíla­fram­leiðandinn BYD sækir hart að Tesla en félagið seldi um 12% fleiri bíla í fyrra en á árinu á undan. Sam­kvæmt árs­upp­gjöri BYD seldi kín­verski raf­bíla­fram­leiðandinn 1,76 milljónir bif­reiða á heims­vísu í fyrra.