Útflutningur Suður Kóreu dróst saman um 12,7% á fyrstu tíu dögum í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Þar af dróst saman útflutningur á bifreiðum um 35,6%, bílavarahlutum um 28,8% og þráðlausum samskiptatækjum um 27,5%.
Innflutningur jókst aftur á móti um 17,5% en þann vöxt má rekja til verðlagshækkana á innfluttum vörum. Innflutningur á hráolíu og olíuvörum jókst um meira en 80% og innflutningur á kol þrefaldaðist.
Viðskiptahalli landsins var neikvæður upp á 6 milljarða dala sem jafngildir 796,6 milljörðum króna.