Þýska hagkerfið dróst saman um 0,2% á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins. Þetta er annað árið í röð sem samdráttur á sér stað í Þýskalandi en stærsta hagkerfi Evrópu dróst saman um 0,3% árið 2023.
Samkvæmt tilkynningu frá þýsku hagstofunni Destatis var verg landsframleiðsla 0,2% lægri árið 2024 og nam samdráttur í efnahagslegri afkomu einnig 0,2% eftir leiðréttingu.
„Sveiflukenndur þrýstingur í skipulagsmálum kom í veg fyrir betri efnahagsþróun árið 2024,“ sagði þýski hagfræðingurinn Ruth Brand á blaðamannafundi í Berlín.
Hún segir að aukin samkeppni um þýska útflutningsiðnaðinn á helstu sölumörkuðum, hár orkukostnaður, hátt vaxtastig og óvissar efnahagshorfur hafi haft mikið að segja um nýjustu tölur.