Breska hagkerfið dróst saman um 0,1% í janúar en samdrátturinn hefur komið bæði hagfræðingum og Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands á óvart. Sérfræðingar höfðu búist við 0,1% hagvexti í janúar.

Á vef Guardian segir hins vegar að samkvæmt bresku hagstofunni þá náði þjónustugeiri landsins ekki að vega upp á móti samdrætti í breska iðnaðargeiranum.

Þar segir að þjónustugeirinn hafi aðeins vaxið um 0,1% en mesti samdrátturinn átti sér stað í þjónustu á hótelum og veitingastöðum ásamt listageiranum og afþreyingu. Verg landsframleiðsla óx hins vegar um 0,2% á síðustu þremur mánuðum til janúar 2025.

Fjármálaráðherra Bretlands hefur kennt efnahagslegri óvissu á heimsvísu um samdráttinn og bætti við að áætlun um að auka útgjöld til varnarmála myndi veita hagkerfinu lyftistöng.