Reiknistofa lífeyrissjóðanna (RL) hagnaðist um 1,8 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 102,8 milljóna hagnað árið áður.
Rekstrartekjur námu 398,5 milljónum króna og lækkuðu um 79,8 milljónir milli ára eða um 16,7%.
Félagið á lífeyriskerfið Jóakim og innhýsti þróun, þjónustu og rekstur þess að fullu árið 2022. Viðskiptavinir RL, sem er í eigu tíu lífeyrissjóða og Greiðslustofu lífeyrissjóða, eru aðallega lífeyrissjóðir, stéttarfélög og fjármálafyrirtæki.
Jón Egilsson er framkvæmdastjóri RL.
Reiknistofa lífeyrissjóða
2023 |
---|
478 |
558 |
504 |
103 |