Reiknistofa lífeyrissjóðanna (RL) hagnaðist um 1,8 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 102,8 milljóna hagnað árið áður.

Rekstrartekjur námu 398,5 milljónum króna og lækkuðu um 79,8 milljónir milli ára eða um 16,7%.

Félagið á lífeyriskerfið Jóakim og innhýsti þróun, þjónustu og rekstur þess að fullu árið 2022. Viðskiptavinir RL, sem er í eigu tíu lífeyrissjóða og Greiðslustofu lífeyrissjóða, eru aðallega lífeyrissjóðir, stéttarfélög og fjármálafyrirtæki.

Jón Egilsson er framkvæmdastjóri RL.

Reiknistofa lífeyrissjóða

2024 2023
Rekstrartekjur 398 478
Eignir 567 558
Eigið fé 506 504
Hagnaður 2 103
Lykiltölur í milljónum króna.