Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir allt benda til þess að hægst hafi á hagkerfinu hér heima samhliða því að verðbólga reynist þrálát. Meginspá greiningardeildar Íslandsbanka gerir þó ekki ráð fyrir því að Íslendingar muni glíma við kreppuverðbólgu.
„Það eru fyrst og fremst þessir hagvísar sem endurspegla þróun á innlendri eftirspurn og sum hluta útflutnings líka. Kortaveltutölur hafa verið með sterka fylgni við þróun einkaneyslu og við höfum verið að sjá nánast samfelldan samdrátt alveg frá miðju síðasta ári,“ segir Jón Bjarki.
„Annar mælikvarði sem mælir bæði einkaneyslu og fjárfestingu er t. d. innflutningur á fólksbílum sem er að hrynja. Það er nærri 50% samdráttur á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Það er bæði í bílum til einkanota og bílaleigubílum. Það gefur okkur einhverjar vísbendingar um þessa tvo anga,“ bætir hann við.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði