Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, segir allt benda til þess að hægst hafi á hag­kerfinu hér heima sam­hliða því að verð­bólga reynist þrá­lát. Megins­pá greiningar­deildar Ís­lands­banka gerir þó ekki ráð fyrir því að Ís­lendingar muni glíma við kreppu­verð­bólgu.

„Það eru fyrst og fremst þessir hag­vísar sem endur­spegla þróun á inn­lendri eftir­spurn og sum hluta út­flutnings líka. Korta­veltu­tölur hafa verið með sterka fylgni við þróun einka­neyslu og við höfum verið að sjá nánast sam­felldan sam­drátt alveg frá miðju síðasta ári,“ segir Jón Bjarki.

„Annar mæli­kvarði sem mælir bæði einka­neyslu og fjár­festingu er t. d. inn­flutningur á fólks­bílum sem er að hrynja. Það er nærri 50% sam­dráttur á fyrstu fjórum mánuðum ársins saman­borið við sama tíma­bil í fyrra. Það er bæði í bílum til einka­nota og bíla­leigu­bílum. Það gefur okkur ein­hverjar vís­bendingar um þessa tvo anga,“ bætir hann við.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði