Á­formað er að sam­eina botn­fisk­vinnslu Fisk­vinnslunnar Kambs ehf. í Hafnar­firði við botn­fisk­vinnslu Brims hf. í Norður­garði í Reykja­vík og hætta með fisk­vinnslu í Hafnar­firði í síðasta lagi 30. októ­ber.

Sam­kvæmt til­kynningu Brims til Kaup­hallarinnar verður því flestum eða 31 starfs­manni Fisk­vinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samnings­bundnum fyrir­vara, frá og með 27. júlí.

„Haft var sam­ráð við full­trúa stéttar­fé­laga starfs­manna í að­draganda þessa og leitast verður við að finna starfs­mönnum sam­bæri­leg störf í fisk­vinnslu Brims í Norður­garði í Reykja­vík eða önnur störf innan sam­stæðu Brims á næstu vikum og þeim veitt ráð­gjöf og að­stoð við at­vinnu­leit,” segir í til­kyninn­gunni.

Brim segir að með að­gerðunum sé verið að bregðast við breyttum rekstrar­að­stæðum, styrkja botn­fisk­vinnslu Brims og þannig styðja við rekstur fé­lagsins til lengri tíma.

„Um­tals­verðar sviptingar hafa verið í sjávar­út­vegi og á al­þjóða­mörkuðum frá því Brim festi kaup á Fisk­vinnslunni Kambi í októ­ber 2019. Heildar afla­heimildir í þorski á Ís­lands­miðum hafa verið skertar um 23,5%, sam­keppnis­staða við er­lendar fisk­vinnslur um kaup á hrá­efni/fiski til vinnslu á inn­lendum fisk­mörkuðum hefur verið erfið, verðið hefur verið hátt og af­koman af vinnslu á því hrá­efni því engin auk þessa hafa orðið miklar kostnaðar­hækkanir, bæði innan­lands og er­lendis, sem hafa haft á­hrif á reksturinn,“ segir í til­kynningunni.