Dótturfélag Hampiðjunnar, Morenot Ísland, hefur nú verið sameinað Hampiðjunni Ísland. Í tilkynningu er sameiningin sögð vera mikilvægt skref í því að straumlínulaga rekstur, ná fram rekstrarlegri hagkvæmni og auka vöru- og þjónustuframboð Hampiðjunnar Ísland þegar kemur að útgerðarvörum.
Morenot Ísland ehf. var upprunalega stofnað 1978 undir heitinu Sjóvélar ehf. og fyrirtækið á sér því langa sögu í íslenskum sjávarútvegi.
Dótturfélag Hampiðjunnar, Morenot Ísland, hefur nú verið sameinað Hampiðjunni Ísland. Í tilkynningu er sameiningin sögð vera mikilvægt skref í því að straumlínulaga rekstur, ná fram rekstrarlegri hagkvæmni og auka vöru- og þjónustuframboð Hampiðjunnar Ísland þegar kemur að útgerðarvörum.
Morenot Ísland ehf. var upprunalega stofnað 1978 undir heitinu Sjóvélar ehf. og fyrirtækið á sér því langa sögu í íslenskum sjávarútvegi.
Í byrjun árs 2017, eftir að Mørenot Fishery í Noregi eignaðist meirihluta í fyrirtækinu, var nafninu breytt í Morenot Ísland ehf. Hampiðjan eignaðist Mørenot-samstæðuna í Noregi á síðasta ári og þá varð Morenot Ísland dótturfyrirtæki Hampiðjunnar.
Rekstur og vöruhús sameinaðs fyrirtækis verður staðsett í höfuðstöðvum Hampiðjunnar á Skarfabakka í Sundahöfn og tilfærslan mun ekki fela í sér miklar breytingar fyrir viðskiptavini og birgja.