Norska olíufyrirtækið Equinor og Shell hafa tilkynnt að þau muni stofna nýtt fyrirtæki sem mun sjá um að sameina olíu- og gaseignir fyrirtækjanna í Norðursjó. Nýja fyrirtækið yrði með aðsetur í Aberdeen í Skotlandi.

Samningurinn er enn háður samþykki eftirlitsaðila en ef hann gengur í gegn yrði fyrirtækið stærsti olíu- og gasframleiðandi í Norðursjó.

Zoe Yujnovich, forstöðumaður hjá Shell, segir að flestir innan fyrirtækjanna sem hafa eytt meirihluta af tíma sínum í að vinna með eignir Shell og Equinor í Norðursjó, til dæmis á olíuborpöllum, myndu flytjast yfir í nýja fyrirtækið.

„Frá sjónarhóli starfsmanna þá held ég að þetta gæti raunverulega aukið fjölbreytileikann í starfi þeirra og myndi líka lengja líftímann á ferlum þeirra,“ segir Zoe.