Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu merki: Kambar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sameiginlega verður þetta fyrirtæki einn stærsti framleiðandi á gluggum, hurðum og gleri á Íslandi með um 2,5 milljarða í veltu og starfsemi á fimm stöðum á landinu.

Kristján Geir, nýráðinn framkvæmdastjóri Kambar, segir að félagið framleiði vörur í hæsta gæðaflokki fyrir krefjandi íslenskar aðstæður.

Kristján Geir Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Kambar:

,,Með því að þessi rótgrónu fyrirtæki sameinist undir einn hatt myndast slagkraftur til að keppa við innflutning á bygginarvörum sem þessi fyrirtæki framleiða. Innan þessara fyrirtækja er mikil þekking á íslenskum byggingamarkaði sem hefur byggst upp í tugi ára."