Bandaríska flugfélagið JetBlue Airways hefur náð 3,8 milljarða dollara samningi um kaup á lággjalda flugfélaginu Spirit Airlines. Með kaupunum verður flugfélagið það fimmta stærsta í heimi. CNBC greinir frá.
Kaupin voru tilkynnt aðeins klukkustundum eftir að Spirit hætti við að sameinast lággjalda flugfélaginu Frontier Airlines en skortur á stuðningi hluthafa við sameiningunni gerði það að verkum að samningurinn fór ekki í gegn.
Hlutabréf í Frontier hækkuðu um meira en 20% í 13,58 dollurum í kjölfar tilkynningarinnar en þá hækkaði Spirit um 5,6% í 25,66 dali og JetBlue tapaði 0,4% og endaði í 8,37 dollurum.
Flugfélögin tvö búast við því að kaupin munu. ganga í gegn á fyrri hluta ársins 2024 þá jafnframt gera þau ráð fyrir að geta flogið undir sama nafni á fyrri hluta ársins 2025.