Alvarlegur sveppasjúkdómur sem herjar á banana gæti orðið til þess að leggja í rúst stóran hluta af bananarækt í heiminum. Þetta segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna. Ástandið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fátækustu ríki heims.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum eru bananar fjórða mikilvægasta matvaran fyrir þróunarríkin í heiminum. Vegna þessarar sveppasýki er aftur á móti hætta á að bananarækt fari í rúst.

Það er svokölluðu Panama-veira sem ræðst á banana í Afríku, Asíu og Miðausturlöndum. Sveppurinn hefur lagst á svokallaða Cavendish banana sem eru þeir vinsælustu á markaðnum.

Stórframleiðendur í Suður-Afríku, Kólumbíu og Ekvador hafa sloppið við sveppinn.

Á norska viðskiptavefnum e24 er tekið fram að sveppurinn er ekki hættulegur mönnum.

Alvarlegur sveppasjúkdómur sem herjar á banana gæti orðið til þess að leggja í rúst stóran hluta af bananarækt í heiminum. Þetta segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna. Ástandið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fátækustu ríki heims.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum eru bananar fjórða mikilvægasta matvaran fyrir þróunarríkin í heiminum. Vegna þessarar sveppasýki er aftur á móti hætta á að bananarækt fari í rúst.

Það er svokölluðu Panama-veira sem ræðst á banana í Afríku, Asíu og Miðausturlöndum. Sveppurinn hefur lagst á svokallaða Cavendish banana sem eru þeir vinsælustu á markaðnum.

Stórframleiðendur í Suður-Afríku, Kólumbíu og Ekvador hafa sloppið við sveppinn.

Á norska viðskiptavefnum e24 er tekið fram að sveppurinn er ekki hættulegur mönnum.