Íslenska fyrirtækið Samey Robotics opnaði fyrr í mánuðinum sölu- og þjónustuskrifstofu á Averøy, skammt frá Kristiansund í Noregi. Roy Arne Sørvik stýrir norska útibúi Sameyjar. Roy hefur starfaði hjá Marel í Noregi í fimmtán ár og á að baki mörg ár í vélbúnaði í fiskvinnslu.

„Frá byrjun næsta árs munum við einnig starfrækja þjónustudeild í Noregi,“ segir Roy Arne Sørvik í tilkynningu.

Síðustu tvö áratugina hefur Samey Robotics útvegað sjálfvirkni og lausnir fyrir brettastöflun fyrir norskan sjávarútveg.

Roy Arne Sørvik
Roy Arne Sørvik

Höfuðstöðvar Sameyjar eru í Garðabæ. Þar starfa 31 starfsmann ásamt alþjóðlegu neti þjónustuaðila. Samey býður fyrirtækjum á landi og sjó lausnir til að auka framleiðni og rekstrarhagkvæmni með sjálfvirkni- og róbotalausnum.