Ferðaskrifstofan Bændaferðir á rætur sínar að rekja til ársins 1965 en þá hófust hinar hefðbundnu rútuferðir fyrir bændur. Skrifstofan var stofnuð af Agnari Guðmundssyni en hann ferðaðist með þúsundir Íslendinga um allan heim í meira en 40 ár.
Í dag bjóða Bændaferðir upp á fjölbreyttar ferðir um víða veröld sem einskorðast ekki lengur bara við bændur eins og áður fyrr. Bændaferðir eru, samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar, fyrir alla sem vilja upplifa innihaldsríkar ferðir um menningu og náttúru í góðum félagsskap.
Berglind Viktorsdóttir, framkvæmdastjóri Bændaferða, segir að stærsti viðskiptahópurinn sé fólk um og yfir miðjan aldur sem vilji upplifa mikið á ferðum sínum og ferðast áhyggjulaust í góðum hóp.
„Stundum segjum við að Bændaferðir séu meira eins og samfélag heldur en ferðaskrifstofa en oft hafa myndast órjúfanleg tengsl milli ferðafélaga sem halda svo áfram að hittast og ferðast saman.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.