Húsgagnaverslanir hafa komist vel í gegnum hremmingar síðustu ára hvað afkomu varðar en öll fyrirtækin í þessum geira hafa verið með jákvæða afkomu síðustu 3 ár og voru einungis tvö þeirra rekin með tapi árið 2019.

Öll fyrirtækin í geiranum sluppu við tap árið 2020 en það á ekki við um nema örfáa geira. Það voru tvö fyrirtæki sem skiluðu tapi árið 2019 en þetta voru Radix og ILVA en annars hafa öll fyrirtækin skilað jákvæðri afkomu öll síðustu 4 ár. Radix á og rekur verslanir eins og GER heildverslun, Betra Bak, Hästens, Dorma og Húsgagnahöllina.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu, sem var að koma út. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.