Samfylkingin tapaði 58 milljónum árið 2021. Það ár voru haldnar Alþingiskosningar en alla jafna eru þá mest útgjöld hjá stjórnmálaflokkunum.
Styrkir til flokksins námu 136 milljónum króna. Þar af voru styrkir frá opinberum aðilum 119 milljónir króna eða 87,5% styrkjanna.
Eigið fé flokksins (höfuðstóll) nam 150 milljónum króna í árslok 2021 og lækkaði um 53 milljónir milli ára vegna taprekstursins.
Skuldir flokksins námu 40 milljónum króna, að mestu vegna veðláns í fasteign flokksins.