Fjárfestingastarfsemi og öll önnur starfsemi sem ekki fellur undir kjarnastarfsemi Samherja verður færð í fjárfestingafélagið Kaldbak. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Samherja.

Í tilkynningunni segir að frá því Samherji var stofnaður fyrir nærri fjörutíu árum síðan, hafi félagið eignast hluti í ýmsum félögum sem í dag teljist ekki til kjarnastarfsemi Samherja, það er að segja veiðum, fiskeldi, vinnslu og sölu afurða. Til að skerpa á áherslum í starfseminni og auka gagnsæi hafi verið ákveðið að Kaldbakur taki yfir þessar eignir og verði sjálfstætt starfandi fjárfestingafélag.

„Samkvæmt skiptingaráætlun er fullur aðskilnaður Kaldbaks við Samherja miðaður við uppgjör 30. júní 2022 og verður áætlunin að fullu komin til framkvæmda í lok þessa árs. Kaldbakur verður sterkt félag með eignarhluti í félögum bæði hér á Íslandi sem og erlendis,“ er haft eftir Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Kaldbaks og stjórnarformanni Samherja.

Kaldbakur verður í gamla Landsbankahúsinu

Eins og greint var frá í byrjun mánaðar festi Kaldbakur kaup á Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri fyrir 685 milljónir króna. Gengið var formlega frá kaupunum í gær og undirritaði Eiríkur S. Jóhannsson viðskiptin fyrir hönd Kaldbaks og Hermann Hermannsson forstöðumaður Rekstrar Landsbankans, fyrir hönd Landsbankans.

Fjárfestingastarfsemi og öll önnur starfsemi sem ekki fellur undir kjarnastarfsemi Samherja verður færð í fjárfestingafélagið Kaldbak. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Samherja.

Í tilkynningunni segir að frá því Samherji var stofnaður fyrir nærri fjörutíu árum síðan, hafi félagið eignast hluti í ýmsum félögum sem í dag teljist ekki til kjarnastarfsemi Samherja, það er að segja veiðum, fiskeldi, vinnslu og sölu afurða. Til að skerpa á áherslum í starfseminni og auka gagnsæi hafi verið ákveðið að Kaldbakur taki yfir þessar eignir og verði sjálfstætt starfandi fjárfestingafélag.

„Samkvæmt skiptingaráætlun er fullur aðskilnaður Kaldbaks við Samherja miðaður við uppgjör 30. júní 2022 og verður áætlunin að fullu komin til framkvæmda í lok þessa árs. Kaldbakur verður sterkt félag með eignarhluti í félögum bæði hér á Íslandi sem og erlendis,“ er haft eftir Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Kaldbaks og stjórnarformanni Samherja.

Kaldbakur verður í gamla Landsbankahúsinu

Eins og greint var frá í byrjun mánaðar festi Kaldbakur kaup á Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri fyrir 685 milljónir króna. Gengið var formlega frá kaupunum í gær og undirritaði Eiríkur S. Jóhannsson viðskiptin fyrir hönd Kaldbaks og Hermann Hermannsson forstöðumaður Rekstrar Landsbankans, fyrir hönd Landsbankans.