Fjár­festinga­banka­starf­semi í Lundúnum er á „frum­stigi“ þess að eiga al­vöru endur­komu, sam­kvæmt Ste­ven Fine, for­stjóra fjár­festinga­bankans Peel Hunt.

Fine segir í fjár­festa­bréfi að samninga­gerð væri snúin aftur er yfir­tökur og sam­runar væru að aukast en Financial Times greinir frá.

Að mati Fine verða frumút­boð í Lundúnum fá á næstu mánuðum en stöðugt út­flæði úr breskum verðbréfa­sjóðum hefur verið að draga úr líkunum á því að félög skrái sig í Kaup­höllina.

„Ég held það sé enginn skortur á áhuga­verðum fyrir­tækjum sem vilja skrá sig í bresku Kaup­höllina en vanda­málið er að það hefur verið út­flæði úr hluta­bréfa­sjóðum í 41 mánuð. Þannig hver er að fara kaupa?“

Peel Hunt birti sex mánaða upp­gjör í gær er bankinn skilaði hagnaði að nýju eftir tölu­vert tap í fyrra.

Ste­ven Fine, for­stjóra fjár­festinga­bankans Peel Hunt.
Ste­ven Fine, for­stjóra fjár­festinga­bankans Peel Hunt.

Hagnaður bankans nam 1,2 milljónum punda eða um 210 milljónum króna en sam­kvæmt upp­gjörinu hjálpuðu auknar tekjur af samninga­gerð fjár­festinga­bankanum að snúa við rekstrinum.

Hunt varaði þó við því að fleiri sam­runar og yfir­tökur sam­hliða af­skráningu fyrir­tækja væru ekki jákvæðar til lengri tíma þar sem félögum í Kaup­höllinni fer fækkandi.

Fjölmörg eignastýringarfélög hafa verið að gera yfir­töku­til­boð í bresk fyrir­tæki meðal annars vegna þess að markaðsvirði þeirra telst lágt í samræmi við tekjur og hagnað.

„Yfir­tökur og sam­runar eru frábærir en þú ert að tapa skráðum félögum,“ segir Fine og benti á að yfir 100 félögum í Kaup­höllinni í Lundúnum bárust yfir­töku­til­boð í ár og fjölmörg voru af­skráð.