Sam­keppnis­eftir­litið hefur lokið rannsókn sinni á kaupum Lands­bankans á TM og hefur málið endað með sátt þar sem Lands­bankinn hefur samþykkt sér­stök skil­yrði til að tryggja sam­keppni á markaðnum.

Þar með hefur fyrir­vörum í kaup­samningi sem lúta að samþykki fjár­mála­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands og Sam­keppnis­eftir­litsins verið aflétt.

Sam­kvæmt til­kynningu frá Kviku banka mun af­hending á tryggingafélaginu til Lands­bankans fara fram 28. febrúar næst­komandi og mun Lands­bankinn greiða Kviku banka um­samið kaup­verð við af­hendingu. 

Í til­kynningu Kviku banka segir að um líkt og samið varum í maí í fyrra er kaup­verðið 28,6 milljarðar og miðast það við efna­hags­reikning TM í upp­hafi árs 2024.

Endan­legt kaup­verð verður aðlagað miðað við breytingar á efnis­legu eigin fé TM frá upp­hafi árs 2024 til af­hendingar­dags.

Í kjölfar viðtöku á kaup­verði hyggst stjórn Kviku banka leggja til á aðal­fundi bankans þann 26. mars næst­komandi sér­st arð­greiðslu til hlut­hafa bankans og verður sú til­laga birt sam­hliða öðrum til­lögum stjórnar til aðal­fundar eigi síðar en þann 5. mars næst­komandi. 

Sam­kvæmt til­kynningu Sam­keppnis­eftir­litsins hefur TM sterka stöðu á við­skipta­banka­markaði.

Sam­keppnis­eftir­litið taldi að kaup Lands­bankans á TM gætu haft áhrif á sam­keppni, sér­stak­lega þegar kemur að markaðs­setningu vá­trygginga TM í gegnum dreifi­kerfi Lands­bankans. Ef engar ráð­stafanir yrðu gerðar myndi sam­runi fyrir­tækjanna hugsan­lega trufla sam­keppni á þessum markaði.

Á þeim grund­velli hefur Lands­bankinn samþykkt að taka þátt í sátt við Sam­keppnis­eftir­litið, þar sem bankinn mun leggja sér­st áherslu á að tryggja sam­keppni á við­skipta­banka­markaði. Sér­stök kjör á vá­tryggingum TM verða ekki háð því skil­yrði að laun við­skipta­vina séu greidd inn á reikning hjá bankanum. Þessu ákvæði er ætlað að tryggja að smærri keppi­nautar á markaðnum fyrir við­skipta­bankaþjónustu verði ekki úti­lokaðir vegna slíks skil­yrðis, sem myndi annars hafa neikvæð áhrif á sam­keppni.

Lands­bankinn hefur einnig skuld­bundið sig til að vinna áfram í samræmi við fyrri sáttir, sem settar voru fram í ákvörðun nr. 22/2017, sem miða að því að auka sam­keppni á við­skipta­banka­markaði. Með þeirri sátt var meðal annars bannað upp­greiðslu­gjald á lánum með breyti­legum vöxtum og tryggt að vextir yrðu ekki hækkaðir eða vaxta­afsláttur felldur niður vegna þess að við­skipta­vinir hættu að vera með launa­reikning hjá bankanum.

Sam­keppnis­eftir­litið mun í fram­haldinu birta ítar­lega ákvörðun þar sem niður­stöður rannsóknarinnar verða út­skýrðar nánar.

Sáttin sem náðist tryggir að kaup Lands­bankans á TM verði samþykkt með þeim skil­yrðum sem stuðla að heil­brigðri sam­keppni á markaðnum sem mun bæði verja rétt smærri keppi­nauta og stuðla að hags­munum við­skipta­vina, að mati eftirlitsins.