Allir nefndar­menn peninga­stefnu­nefndar Seðla­banka Ís­lands sam­mæltust um að halda stýri­vöxtum ó­breyttum í 9,25% á fundi nefndarinnar í ágúst­mánuði.

Mun það hafa verið í sjötta sinn í röð sem nefndin kemst að þeirri niður­stöðu en á fundi nefndarinnar í maí­mánuði greiddi Arnór Sig­hvats­son, settur vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöðug­leika, at­kvæði gegn til­lögu seðla­banka­stjóra um að halda stýri­vöxtum ó­breyttum.

Í fundar­gerð nefndarinnar sem birtist eftir lokun markaða í dag segir að nefndin hafi metið það svo að undir­liggjandi verð­bólga hefði aukist á milli funda og væri enn mikil og að verð­hækkanir væru á breiðum grunni þótt hús­næðis­liðurinn vægi enn þungt.

„Allir nefndar­menn voru sam­mála um að halda vöxtum ó­breyttum. Verð­bólga væri á­fram þrá­lát og verð­bólgu­væntingar hefðu lítið breyst. Þótt hægt hefði á um­svifum í þjóðar­bú­skapnum frá því í fyrra væri staðan að mörgu leyti svipuð og hún var á maí­fundinum. Nefndin taldi að inn­lend eftir­spurn væri enn nokkuð sterk og fáar vís­bendingar væru um að efna­hags­lífið hefði kólnað frá síðasta fundi nefndarinnar, hvort sem litið væri til vinnu- eða hús­næðis­markaðar. Þá virtust launa­hækkanir undan­farna mánuði og að­gerðir í ríkis­fjár­málum í tengslum við kjara­samninga hafa stutt við eftir­spurn,” segir í fundar­gerð nefndarinnar.

Að mati nefndarinnar endur­spegluðust launa­hækkanir einnig að hluta til í miklum vexti inn­lána heimila í takt við hækkun vaxta. Sparnaðar­stig heimila væri enn til­tölu­lega hátt og já­kvætt væri að sjá hversu vel miðlunin hefði gengið í gegnum þennan far­veg undan­farin misseri þótt mikill sparnaður gæti hugsan­lega ýtt undir eftir­spurn horft fram á veginn.

„Þá væri einnig ljóst að upp­kaup ríkisins á í­búðar­hús­næði í Grinda­vík hefðu haft hvetjandi á­hrif á fast­eigna­markaðinn en að mati nefndarinnar væru þau á­hrif tíma­bundin. Hins vegar þótt litið væri fram hjá á­hrifum vegna flutninga Grind­víkinga virtust um­svif á hús­næðis­markaði vera nokkuð sterk. Fram kom í um­ræðunni að í ljósi kröftugra efna­hags­um­svifa og hversu þrá­lát verð­bólga væri gæti verið þörf á því að hafa taum­hald peninga­stefnunnar þétt til lengri tíma en ella enda tæki nokkurn tíma fyrir að­hald peninga­stefnunnar að hafa til­ætluð á­hrif,” segir í fundar­gerðinni.

Það ætti sér­stak­lega við þegar verð­bólga hefði verið lengi yfir mark­miði og kjöl­festa verð­bólgu­væntinga við mark­mið hefði veikst

Peninga­stefnu­nefndin telur einnig vanda­samt að hægja á eftir­spurn í ljósi við­varandi hækkana launa og aukinna til­færslna frá hinu opin­bera. Á fundi nefndarinnar var bent á að hugsan­lega væri erfitt að ná verð­bólgu niður í mark­mið innan á­sættan­legs tíma nema hægja veru­lega á efna­hags­um­svifum.

efndin taldi því að í ljósi þess að enn væru hvorki komnar fram nægjan­lega skýrar vís­bendingar um að verð­bólgu­þrýstingur væri að minnka né að verð­bólgu­væntingar færu lækkandi þyrfti taum­hald peninga­stefnunnar á­fram að haldast þétt.

„Þótt vaxta­hækkanir bankans hefðu skilað árangri í að draga úr spennu og stuðla að hjöðnun verð­bólgu væri þróunin hægari en reiknað var með. Með hlið­sjón af um­ræðunni lagði seðla­banka­stjóri til að vextir bankans yrðu ó­breyttir. Megin­vextir bankans, þ.e. vextir á sjö daga bundnum inn­lánum, yrðu 9,25%, inn­láns­vextir (vextir á við­skipta­reikningum) 9%, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10% og daglána­vextir 11%.”

Sem fyrr segir sam­þykktu allir nefndar­menn til­löguna en að mati peninga­stefnu­nefndarinnar er nú­verandi að­halds­stig hæfi­legt til þess að koma verð­bólgu í mark­mið en þrá­lát verð­bólga og kraftur í inn­lendri eftir­spurn kallar á var­kárni.

Engu að síður mun mótun peninga­stefnunnar sem fyrr ráðast af þróun efna­hags­um­svifa, verð­bólgu og verð­bólgu­væntinga, segir í fundar­gerðinni.