Greinendur sjá fram á stóra samruna og yfirtökur á árinu meðal alþjóðlegra námu- og koparframleiðenda.
Fjölmiðlar erlendis hafa greint frá því að námufyrirtækin Rio Tinto og Glencore hafi átt í viðræðum um mögulegan samruna félaganna. Samruninn yrði sá stærsti sem gerður hefur verið innan námugeirans.
Samanlagt markaðsvirði þeirra yrði um 150 milljarðar dala, sem er meira en virði BHP, stærsta námufyrirtækis heims, sem metið er á 127 milljarða dala.
Greinendur telja þá að BHP muni gera aðra tilraun til að kaupa samkeppnisaðilann Anglo American á árinu 2025, en BHP bauð 49 milljónir dala í félagið á síðasta ári áður en viðræðurnar runnu í sandinn.
BHP keypti OZ Minerals árið 2023 og styrkti þar stöðu sína sem kopar- og nikkelframleiðandi.
Ein helsta ástæða þess að námufélög horfa til samruna og yfirtakna er til að styrkja stöðu sína í framleiðslu á kopar. Ráðgert er að eftirspurn eftir málmum á borð við kopar muni aukast hratt á komandi misserum vegna aukinnar framleiðslu á rafbílum, vindmyllum og sólarsellum svo eitthvað sé nefnt.