John Bean Technologies Cor­por­ation til­kynnti í Kaup­höllinni í morgun að félaginu hafi borist samþykki frá öllum hlutað­eig­andi eftir­lits­yfir­völdum vegna fyrir­hugaðrar yfir­töku á Marel.

Sam­kvæmt til­kynningu tók Fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins ákvörðun um að samþykkja fyrir­hugaðan sam­runa á miðviku­daginn.

Að auki barst JBT form­leg stað­festing frá áströlskum sam­keppnis­yfir­völdum þess efnis að engar at­huga­semdir væru gerðar við fyrir­hugaðan sam­runa síðastliðinn föstu­dag.

JBT greindi frá því í lok október að ð Fjár­mála­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands hefði samþykkt beiðni félagsins um fram­lengingu á gildistíma val­frjáls yfir­töku­til­boðs í Marel.

Til­boðs­fresturinn er nú til 20. desember næst­komandi en bandaríska félagið gerir ráð fyrir að upp­gjöri við­skiptanna verði lokið eigi síðar en 3. janúar 2025.

Hluta­bréfa­verð JBT stendur í 125 dölum þegar þetta er skrifað en gengið hefur hækkað um tæp 30% á árinu. Gengi Marels hefur hækkað um rúm 37% á árinu og stendur í 632 krónum þegar þetta er skrifað.

Líkt og Við­skipta­blaðið hefur greint frá hafa er­lendir fjár­festinga­sjóðir verið að kaupa í Marel og skort­selja JBT til að festa inn hagnað á gengis­mun í við­skiptunum.