Þróunar­banki Evrópu sam­þykkti í morgun 150 milljóna evra láns­um­sókn ís­lenska ríkisins vegna elds­um­brota á Reykja­nes­skaga, sem sam­svarar um 22,5 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Ár­legur fundur Þróunar­bankans fór fram á Hilton Reykja­vík Nor­di­ca í morgun. Um er að ræða fimm­tugasta og sjöunda fund bankans en Ís­land hefur hýst fundinn þrí­vegis frá stofnun 1956.

Þróunar­bankinn sam­þykkti í heildina að veita lán fyrir 1,1 milljarði evra en bankinn lánar fé á hag­stæðum vöxtum til að fjár­magna fé­lags­leg verk­efni.

Í fundar­gerð bankans um um­sókn Ís­landsd segir að til­gangur lánsins sé að að­stoða ríkið við að veita Grind­víkingum nauð­syn­lega að­stoð.

Segir þar einnig að um 70% af láninu verði greitt út við undir­ritun til að hraða að­stoð stjórn­valda.

Reykja­víkur­borg fékk einnig lán frá þróunar­bankanum fyrir við­hald á grunn­skólum fyrir sam­bæri­lega upp­hæð eða 100 milljónir evra.