Stjórn Hargrea­ves Lans­down hefur sam­þykkt 5,4 milljarða punda yfir­töku­til­boð eignar­halds­fé­lagsins CVC Capi­tal Partners í allt hluta­fé fé­lagsins.

Kaup­verðið sam­svarar um 952 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins en fjár­festinga­fé­lagið var stofnað árið 1981 af Peter Hargrea­ves og Stephen Lans­down. Hargrea­ves á enn um 20% hlut í fé­laginu og Lans­down um 5,7%.

Stjórn Hargrea­ves Lans­down hefur sam­þykkt 5,4 milljarða punda yfir­töku­til­boð eignar­halds­fé­lagsins CVC Capi­tal Partners í allt hluta­fé fé­lagsins.

Kaup­verðið sam­svarar um 952 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins en fjár­festinga­fé­lagið var stofnað árið 1981 af Peter Hargrea­ves og Stephen Lans­down. Hargrea­ves á enn um 20% hlut í fé­laginu og Lans­down um 5,7%.

Sam­kvæmt Financial Times verður greitt fyrir hlutina í reiðu­fé og fá hlut­hafar 11,4 pund fyrir hvern hlut.

Hlut­höfum stendur þó til boða að breyta hlutum sínum í eignar­hluti í hinu ó­skráða fé­lagi.

Peter Hargrea­ves er sagður ætla selja einungis 50% af sínum hlutum sem sam­svarar um 535 milljónum punda eða um 94 milljörðum ís­lenskra króna.

Stephen Lans­down er sagður ætla selja alla hluti sína sem sam­svarar um 308 milljónum punda eða um 54 milljörðum króna.

Af­skráning Hargrea­ves Lans­down er sögð högg fyrir Kaup­höllina í Lundúnum en fé­lagið fór á markað árið 2007 og varð hluti af FTSE 100 árið 2011.

Um 2400 manns starfa hjá fjár­festinga­fé­laginu sem þjónustar um 1,9 milljón við­skipta­vini og er með 155,3 milljarða punda í stýringu.