Skel fjár­festinga­fé­lag og Sam­kaup hafa undir­ritað yfir­lýsingu um að hefja könnunar­við­ræður vegna mögu­legs sam­runa Sam­kaupa og til­tekinna fé­laga í sam­stæðu Skel.

Sam­kvæmt til­kynningu er fjár­festinga­fé­lagið með í huga að sam­eina Sam­kaup, Orkuna og Heim­kaup.

Skel fjár­festinga­fé­lag og Sam­kaup hafa undir­ritað yfir­lýsingu um að hefja könnunar­við­ræður vegna mögu­legs sam­runa Sam­kaupa og til­tekinna fé­laga í sam­stæðu Skel.

Sam­kvæmt til­kynningu er fjár­festinga­fé­lagið með í huga að sam­eina Sam­kaup, Orkuna og Heim­kaup.

Sam­kaup rekur 64 mat­vöru­verslanir víðs vegar um landið undir fjórum vöru­merkjum: Sam­kaup, Nettó, Kjör­búðin og Iceland.

Orkan starf­rækir 72 orku­stöðvar, 14 þvotta­stöðvar undir merkjum Löðurs, 6 hrað­hleðslu­stöðvar, 2 vetnis­stöðvar og 1 metan­stöð. Þá á fé­lagið 32 fast­eignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna.

Heim­kaup rekur 7 apó­tek undir merkjum Lyfja­vals og 9 þæginda­verslanir undir merkjum 10-11, Extra og Orkunnar, auk annarra eigna.

„SKEL telur að með sam­einingu ofan­greindra fé­laga yrði til fjár­hags­lega sterkt fyrir­tæki með á­kjósan­lega sam­setningu tekna og sterka markaðs­hlut­deild á eftir­farandi lykil­mörkuðum með nauð­synja­vöru,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu.

Skel keypti ný­verið allt hluta­fé eignar­halds­fé­lagsins Bjarma ehf. en það fé­lag hélt utan um 5% KEA í Sam­kaupum.

Líf­eyris­sjóðirnir Festa og Birta keyptu árið 2021 um 14,4% hlut í Samkaupum fyrir ríflega 1,3 milljarða króna. Birta fer í dag með 18,1% hlut í Sam­kaupum á meðan Festi lífeyrissjóður fer með 10% hlut.

Í kaup­hallar­til­kynningu Skeljar segir að könnunar­við­ræðurnar séu einka­við­ræður milli aðila og skuld­bindi þeir sig til að ræða ekki við aðra aðila á sama tíma. Gert er ráð fyrir því að niður­stöður könnunar­við­ræðna aðila liggi fyrir eigi síðar en 22. mars 2024. Ef aðilar verða á­sáttir um á­fram­haldandi við­ræður verður undir­rituð sér­stök vilja­yfir­lýsing um helstu skil­mála sam­runa og form­legar samninga­við­ræður hafnar.

„SKEL telur mikil og spennandi tæki­færi felast í sam­runa Sam­kaupa, Orkunnar, Lyfja­vals, Löðurs og Heim­kaupa. Sam­einað fé­lagið yrði fjár­hags­lega sterkt, með á­kjósan­lega dreifingu tekna og um 150 út­sölu­staði víðs vegar um landið. Sam­einað fé­lag væri með um 80 milljarða í veltu á ári og hefði alla burði til að nýta sér til fulls þau tæki­færi sem eru á smá­sölu­markaði í dag til hags­bóta fyrir neyt­endur, starfs­fólk og hlut­hafa. Þá væri sam­einað fé­lag á­huga­verður fjár­festingar­kostur og skráning hluta­bréfa sam­einaðs fé­lags á Aðal­markað Nas­daq Iceland á­kjósan­legur kostur.

SKEL telur mikil­vægt að sam­einað fé­lag haldi í nú­verandi gildi og rætur sínar og haldi sem slíkt á­fram að upp­fylla ó­líkar þarfir við­skipta­vina og verði á­fram virkur þátt­takandi í byggða­lögum og nær­sam­fé­lögum um allt land,“ segir Ás­geir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son í til­kynningunni.