Efnisveitan Samstöðin tapaði 24 milljónum króna árið 2023 samkvæmt nýbirtum ársreikningi en mbl.is greindi fyrst frá.
Velta félagsins nam 11,2 milljónum króna en rekstrargjöld námu 34,9 milljónum. Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri og forráðamaður félagsins en eigandi Samstöðvarinnar er Alþýðufélagið.
Þar sem Alþýðufélagið eru félagssamtök sem styrkja Samtöðina eru reikningar þess ekki aðgengilegir.
Skuldir Samstöðvarinnar við tengda aðila námu 34,3 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 26,5 milljónir. Eignir félagsins í árslok voru metnar á 7,8 milljónir