Efnis­veitan Sam­stöðin tapaði 24 milljónum króna árið 2023 sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi en mbl.is greindi fyrst frá.

Velta fé­lagsins nam 11,2 milljónum króna en rekstrar­gjöld námu 34,9 milljónum. Gunnar Smári Egils­son er rit­stjóri og for­ráða­maður fé­lagsins en eig­andi Sam­stöðvarinnar er Al­þýðu­fé­lagið.

Þar sem Al­þýðu­fé­lagið eru fé­lags­sam­tök sem styrkja Samtöðina eru reikningar þess ekki að­gengi­legir.

Skuldir Sam­stöðvarinnar við tengda aðila námu 34,3 milljónum króna og var eigið fé nei­kvætt um 26,5 milljónir. Eignir fé­lagsins í árs­lok voru metnar á 7,8 milljónir