Euler er ungt íslenskt sprotafyrirtæki sem hefur þróað kerfi til rauntíma gæðavöktunar fyrir málm- og þrívíddarprentiðnaðinn. Fyrirtækið var stofnað árið 2018 og geta lausnir þess greint frávik í prentuðum hlutum og spáð fyrir um framvindu prentsins.

Eyþór R. Eiríksson, framkvæmdastjóri Euler, segir skort á hagkvæmum leiðum til að tryggja og sannreyna gæði þrívíddarprentaðra hluta vera eina af stærstu áskorunum sem iðnaðurinn standi frammi fyrir.

Euler er ungt íslenskt sprotafyrirtæki sem hefur þróað kerfi til rauntíma gæðavöktunar fyrir málm- og þrívíddarprentiðnaðinn. Fyrirtækið var stofnað árið 2018 og geta lausnir þess greint frávik í prentuðum hlutum og spáð fyrir um framvindu prentsins.

Eyþór R. Eiríksson, framkvæmdastjóri Euler, segir skort á hagkvæmum leiðum til að tryggja og sannreyna gæði þrívíddarprentaðra hluta vera eina af stærstu áskorunum sem iðnaðurinn standi frammi fyrir.

Lausn Euler byggist á rannsóknum Eyþórs sem voru hluti af doktorsverkefni hans við Tækniháskólann í Danmörku. Þá vann hann í samstarfi við stór dönsk fyrirtæki á borð við Lego. Verkefnið var unnið í gegnum samstarfsvettvang sem hafði þann tilgang að flytja danskan iðnað sem hafði verið úthýst erlendis aftur til Danmerkur.

„Það er mikill skortur á þessum lausnum og ofan á það er mikil reglugerð innan til dæmis flug- og bílaiðnaðarins. Þar leynast hins vegar mörg tækifæri en lausnirnar hafa þó ekki náð eins langt og margar hafa vonast til.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.