Spænski bankinn Santander, stærsti banki evrusvæðisins miðað við markaðsvirði, hefur selt flestar eignir sínar í Póllandi til austurríska fyrirtækisins Erste Group fyrir sjö milljarða evra.

Þetta kemur fram á vef WSJ en þar segir að bankinn hafi á undanförnum árum fært sig fjær Evrópu til að styrkja viðveru sína í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.

Erste Group hefur samþykkt að kaupa 49% hlut í Stander Bank Polska og 50% hlut í eignastýringarfyrirtækinu Santander TFI. Bankinn mun hins vegar viðhalda 13% hlut í pólska útibúinu og mun þá kaupa lánafyrirtæki, sem er nú í eigu Santander Bank Polska.

Gengi Erste hefur hækkað um 4,2% í dag á meðan hlutabréf Santander hækkuðu rétt rúmlega 0,2%.