Flugfélagið SAS hefur bætt flugi milli Keflavíkurflugvallar og Stokkhólms við áætlun sína á komandi sumri. Flogið verður tvisvar í viku milli Keflavíkur og Arlanda-flugvallar, aðfaranótt mánudags og föstudags.

Fyrsta flug verður 22. júní og það síðasta samkvæmt áætlun þann 11. ágúst. Þessi nýi áfangastaður er viðbót við áætlunarflug félagsins milli Keflavíkur annars vegar og Kaupmannahöfn og Osló hins vegar.

Fram kemur í tilkynningu frá SAS að þessi viðbót sé svar við aukinni eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Flogið verður milli áfangastaðanna að nóttu.

„Það er okkur ánægjuefni að ferðalangar okkar geti notið lengri birtustunda að fullu, sem gerir þeim kleift að upplifa allt sem Ísland hefur upp á að bjóða hvort sem það er í fríi eða viðskiptaferðum,“ segir Henrik Winell, yfirmaður leiðaþróunar hjá SAS.

Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar á Keflavíkur, segir það afskaplega ánægjulegt að heyra af aukinni eftirspurn eftir Íslandsferðum. „SAS er mikilvægur samstarfsaðili okkar og við fögnum þeirri ákvörðun félagsins að bæta ferðum milli KEF og Stokkhólms við leiðakerfi sitt.“